UM Vélsmiðju GuðmundarVélsmiðja Guðmundar var stofnað 1982, af Guðmundi Aðalsteinssyni, sem var frumkvöðull í hönnun og smíði úr Hardoxi, fyrir jarðvinnugeirann á Íslandi.
Fyrirtækið hefur verið áberandi framleiðslufyrirtæki og framleitt gröfuskóflur og annan búnað fyrir íslenska jarðvinnuverktaka í áraraðir við góðar orðstýr.

Þekkingabrunnur fyrirtækisins er byggður á reynslu, menntun, metnaði og dugnaði. Aðalsteinn Guðmundsson hefur starfað við hönnun og framleiðslu
Undanfarin 20 ár og skapað sér verðskuldað orðspor fyrir einstaka þekkingu og þjónustulipurð.
Allar framleiðsluvörur okkar eru CE merktar og upfylla tilskylda gæðastaðla en auk þess höfum við um nokkurt skeið haft leyfi til þes að merkja framleiðsluvöru
okkar með „Hardox In My Body“, sem margir þekkja orðið. Slík merking tryggir kaupendum að efnið sem notað er til smíði vöru sé í reynd Hardox enda eru ströng
viðurlög við broti á þessum skilyrðum. Leyfi til þess að merkja framleiðslu okkar með þessum gæða stimpli.

Framleiðslulína okkar hefur á undanförnum árum orðið þekktara utan landssteinanna en slík markaðssókn fyrir svo smátt og sérhæft fyrirtæki var nauðsynlegt skref til
þess varðveita þá dýrmætu þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp innan fyrirtækisins eftir efnahagshrunið á Íslandi 2008.
Vegna fjarlægðar við aðra markaði hefur áhersla okkar verið lögð í ríkara mæli á að gefa erlendum viðskipavinum okkar innsýn inní smíði okkar í máli og mynd, með
einfaldleika og notendavænna viðmóti en þekkst hefur frammað þessu. Eftir að við hófum kynningu á slíku viðmóti hefur borið á því að aðrir framleiðendur hafa tekið
sömu stefnu í viðmóti og flokkunarkerfi til einföldunar sem við teljum vera gríðarlega viðurkenningu þó mikilvægasta viðurkenningin hafi verið blessun framleiðenda
Hardox stáls á því að við fengjum að nota vörumerki þeirra í slóð okkar.
Þó heimasíða okkar sé á ensku til hagræðingar þá teljum við að okkar mikilvægasti og þakklátasti kúnnahópur séu Íslendingar sem hafa kennt okkur með kröfuhörku
um að það besta má ávalt bæta enn betur. Eftir því höfum við starfað.

Erlenda síðan okkar www.hardoxbuckets.com ætti að falla okkar bestu viðskiptavinum vel í geð þrátt fyrir að vera ekki á íslensku.